Brennd á báli

80 sinni og lofaði sjálfum sér að Hróbjartur myndi gjalda fyrir glæp sinn. Mæðginin voru horfin og maddama Halldóra var enn kvalin af hinni dularfullu veiki. Herra Pétur gekk hart að sýslumanni að finna sökudólgana og sagði öllum að enn leyndist galdur í dalnum þeirra. Það hefði því varla átt að koma Guðrúnu á óvart þegar hún kom heim að bænum nokkrum dögum síðar eftir að hafa gætt að lömbunum og sá þar hest sýslumanns á hlaðinu fyrir framan. Fyrsta hugsun Guðrúnar var að allt hefði komist upp og nú ætti að taka barnið frá Þóru og drekkja henni fyrir lygarnar. Hún dreif sig inn og hljóp beint í flasið á pabba sínum og sýslumanni að skála saman í brennivíni. Mamma hennar lá með litla drenginn í rekkju sinni og Þóra systir sat álengdar með brjóstin full af mjólk sem barnið mátti ekki fá fyrir framan gestinn. „Til hamingju með litla bróður,“ sagði sýslumaður og brosti svo breitt til Guðrúnar að yfirvaraskeggið fór á flug. „Ég vissi ekki einu sinni að þið ættuð von á ykkur! Aldeilis sem þið farið leynt með fréttirnar.“ Foreldrar hennar urðu bæði hálfvandræðaleg. Ekki oft sem Guðrún sá pabba sinn kjaftstopp. Af hverju brugðust þau svona við, hvað er það versta sem gæti gerst?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=