Brennd á báli

79 Presturinn sló hana utan undir. „Leggðu ekki nafn drottins við hégóma!“ Guðrún gnísti tönnum og tók um auma kinnina en fór ekki að gráta. Hún vildi ekki gera prestinum það til geðs. „Við frestum brennu til morguns,“ tilkynnti sýslumaður. Guðrún kvaddi afa og fór heim að færa systur sinni fréttirnar. Sakborningarnir voru lokaðir inni í fjósi þeirra hjóna yfir nóttina. En þegar sólin reis að nýju næsta morgun fannst hvorki tangur né tetur af mæðginunum. Um leið og upp komst um brotthvarfið fór sýslumaður að leita að strokuföngunum en sneri tómhentur til baka. Hann lét þau boð út ganga um nærliggjandi sveitir að fjölkunnug mæðgin væru á flótta og að hver sá sem myndi hjálpa þeim yrði talinn samsekur þeim. Auðvitað grunaði hann að Hróbjartur gamli hefði laumast í skjóli nætur og hleypt þeim út úr prísundinni þótt hann gæti ekki sannað það. Sýslumaður bölvaði sér fyrir að hafa ekki sett vörð við fjósið og furðaði sig á að bóndahjónin hefðu ekki orðið vör við neitt. Hann myndi þó ekki gera sömu mistök öðru Af hverju grunaði hann Hrobba afa um að hafa hjálpað þeim?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=