Brennd á báli

78 skjól uppi í fjalli þar sem hún lagðist á grúfu og bað til Guðs af öllum krafti að stöðva þetta brjálæði og sýna mæðginunum kærleik. Þarna lá hún með lokuð augun og hendurnar yfir höfðinu því hún vildi ekki heyra öskrin sem hún vissi að voru yfirvofandi. Þá fann hún það. Nokkra regndropa sem lentu á baki hennar eins og litlir ósýnilegir fuglar. Hún settist upp og horfði til himins. Aldrei hafði Guðrún verið jafnglöð að sjá regnský. Nú hellti eins og úr fötu yfir hana og sveitina alla. Hún hljóp aftur niður að bænum þar sem bálkösturinn beið rennandi blautur. „Teikn!“ hrópaði hún. „Teikn frá Guði! Ég bað hann að stöðva brennuna og það gerðist!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=