77 frá, þótt hún væri í raun amma litla drengsins. Og Þóra systir mátti bara vera mamma hans í leyni. Það sem kom enn meira á óvart var að pabbi hennar væri til í að brjóta lög og reglur til að hjálpa dóttur sinni, því ekki þorði hann að setja sig upp á móti yfirvaldinu til að bjarga öðru fólki. Fjölskyldan hópaðist í kringum nýbökuðu móðurina og dáðist að litla drengnum sem átti allt lífið fram undan. Svo hjálpuðust þau að við að þrífa gólfið og koma móður og barni vel fyrir í rekkjunni. Guðrún var sár og reið að hugsa til þess að Þóra þyrfti að leyna þessu nýja fallega hlutverki sínu en jafnframt stolt of foreldrum sínum fyrir að hjálpa henni. Elsku litli drengurinn. Myndi hann nokkurn tímann vita að systir hans væri í raun mamma hans? Á hádegi var hálf sveitin mætt að bæ Kjartans og Ásu til að fylgjast með aftökunni. Hróbjartur og Guðrún létu sig ekki vanta og fylgdust döpur með því þegar lokahönd var lögð á bálköstinn. Senn átti að sækja fórnarlömbin en Guðrún gat ekki hugsað sér að fylgjast með því. Hún hljóp burt með grátstafinn í kverkunum og fann sér
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=