Brennd á báli

76 „Þú ert orðin mamma,“ sagði Guðrún og skellihló, því nú losnaði um allt stress í líkamanum. „Þú ert ekki lengur bara stóra systir! Nú eru tvær mömmur í fjölskyldunni!“ Allir voru glaðir að barnið væri fætt og að allt hefði farið vel en enginn hló með Guðrúnu. Pabbi tók hana með sér afsíðis, alvarlegur að sjá. „Þetta máttu aldrei segja fyrir framan annað fólk. Að hér búi tvær mæður.“ „Hvað áttu við?“ „Systir þín er ógift og barnsfaðirinn, auminginn sá, lét sig hverfa. Barnið er getið í synd getið í synd og það má ekki fréttast, annars verður það brennimerkt ævilangt og systir þín litin hornauga og jafnvel refsað fyrir. Því höfum við ákveðið að barnið sé mitt og móður þinnar. Þú átt nú lítinn bróður, Guðrún mín.“ Röddin í pabba brast á þessum síðustu orðum og hann þurrkaði tár úr augunum. Guðrún hafði aldrei séð pabba sinn svo meyran fyrr og vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við. Hún faðmaði hann bara og hann tók innilega á móti því. Nú skildi Guðrún allt laumuspilið hjá móður sinni. Hún þurfti að látast vera móðir barnsins héðan í Hvað er fjölskyldan að gera? Hvers vegna grípa þau til þessa ráðs?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=