Brennd á báli

75 að þola. Hún hafði hjálpað til við sauðburðinn en aldrei verið viðstödd fæðingu. Sem betur fer hafði mamma hennar reynslu bæði af eigin barneignum og að aðstoða aðrar konur og nú þurfti Guðrún að læra af henni og fylgjast vel með. Einhvern tímann myndi hún sjálf ganga í gegnum þetta, sagði mamma en Guðrún hugsaði með sér að það vildi hún aldrei gera, ekki miðað við hvað Þóra öskraði svakalega mikið. En svo var allt skyndilega búið og lítið barn komið í heiminn. Þóra fékk nýtt líf í fangið og kom því vel fyrir á brjósti. Þetta var sveinbarn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=