Mæðginin frá Hamri byggja á raunverulegum mæðginum sem voru brennd og kennt um veikindi maddömunnar Helgu í Selárdal. Þau hétu Þuríður Ólafsdóttir og Jón Helgason, en Þuríður er sennilega eina konan sem brennd var í fárinu (þrjár aðrar voru brenndar á öðrum öldum). Lítið er vitað um mæðginin en þau voru ný og óþekkt í sveitinni og því auðvelt að kenna þeim um veikindin. Þuríður var vinnukona hjá séra Páli, eiginmanni Helgu. Mæðginin í sögunni okkar eru dæmi um fátækt fólk sem hélt að það gæti notað galdra til að reyna að gera lífið örlítið betra eða auðveldara því lífið var erfitt á Íslandi og ekki skrítið að fólk gripi til galdra í neyð. Gamla konan notar jurtir og steina við sinn galdur til að lækna og vernda en langflestir íslenskir galdrastafir snerust um sjálfsbjörg, frekar en að gera öðrum illt. Mæðginin gerðu því ekkert af sér annað en að reyna að lifa af við erfiðar aðstæður. Galdratáknið Ægishjálmurinn var t.d. talinn verja fólk gegn illum vættum, óvinum og yfirgangi og reiði höfðingja. Á heimasíðu Galdrasafnsins á Ströndum má finna ýmsan fróðleik um galdra á Íslandi. Veltu fyrir þér móttökunum sem mæðginin fá þegar þau flytja í sveitina. Þau eru sökuð um galdur og sýslumaðurinn er viss um að enginn vilji verja þau. Hvernig heldur þú að standi á þessu? Hvaða möguleika á fólk eins og þau á að öðlast betra líf? VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 7. KAFLA 73
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=