72 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Hræsnari er sá eða sú sem þykist vera góð manneskja en er það ekki, þykist vera annar/önnur en hún er. Að vera hokinn er að vera boginn í baki. Drembilega merkir valdsmannslega, (hér) að tala á niðurlægjandi hátt við annað fólk. Að koma flatt upp á merkir að koma mjög á óvart. Höstugur þýðir hvass í tilsvörum og óvinsamlegur. Að skrimta þýðir að lifa rétt svo af, eiga mjög lítið af peningum og mat. „Ég bið ekki um annað en að lögum verði fylgt. Nú liggur engin játning fyrir. Leyfið þeim að uppfylla tylftareiðinn.“ „Reyndu það endilega,“ sagði sýslumaður og hló, „og gangi þér vel að finna nokkurn sem er tilbúinn að styðja mál aðkomumanna sem enginn kann skil á!“ Hróbjartur og Guðrún fóru um alla sveitina í leit að stuðningi en ekkert gekk. Við vitum ekkert um þau, sagði fólkið, annað en að þegar þau komu í dalinn varð maddaman aftur veik. Og þar með var málið dautt. Heldur þú að hann hafi rétt fyrir sér? Er enginn tilbúinn að hjálpu ókunnugu fólki?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=