71 svo þau geti rænt okkur og haldið ránsferð sinni áfram.“ Nú fór allt í háaloft á hlaðinu. Hópur manna réðst gegn unga manninum en hann barðist hetjulega gegn þeim. Það þurfti næstum tíu menn til að halda honum niðri en að lokum voru þau bæði tekin til fanga, mæðginin, og læst inni í húsi. Sýslumaður gerði sig kláran til að fella dóm þar og nú. Guðrún mátti engan tíma missa. Hún sá hvert stefndi. Hún þaut að sækja afa sinn. Þegar þau komu til baka var tekið að kvölda og fólkið var byrjað að safna saman brenni í gilinu ofan við bæ þeirra hjóna. Afi hennar hélt beint til sýslumannsins að heimta lausn mæðgnanna og að málinu yrði miðlað til lögmanns. „Jæja, Hróbjartur, heldur þú virkilega að þú getir nokkru breytt? Það er alveg óþarfi að senda málið út úr héraði. Fordæmi hefur verið sett. Við höfum slitið þingi og komist að niðurstöðu. Þau verða brennd á hádegi á morgun. Eða ætlarðu að ráðast á mig öðru sinni? Ef þú lyftir litla fingri mun ég setja þig í járn og senda þig sjálfan fyrir dóm.“ Af hverju fór Guðrún og sótti afa sinn?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=