68 „Trúið þér á heilindi steina?“ Sonurinn sagðist ekki trúa, en móðir hans hefði löngum átt um sárt að binda og hún trúði að steinarnir gerðu henni gott. „Hún hefur safnað þeim á hverjum bæ sem við höfum á búið og þar með má sjá flökkulífið sem býr okkur að baki. Hún gerir engum mein, látið hana nú lausa, ég bið ykkur!“ „Steinn frá hverjum bæ,“ mælti sýslumaður, „þar sem þið hafið eflaust valdið usla og haldið að þeim næsta, til að endurtaka leikinn.“ Hann sneri sér að þinginu sem saman var komið. „Og nú eru þau komin hingað!“ „Nei, það er ekki satt,“ sagði ungi maðurinn og var greinilega orðinn taugaóstyrkur, „við höfum farið milli bæja af sárri neyð og engu öðru! Matarlaus, allslaus, höfum við farið á milli staða og reitt okkur á góðsemi annarra. Móðir mín er ekki við góða heilsu og við erum ánægð að hafa fengið húsaskjól hér. Gerið það, látið hana lausa! Ef okkar er ekki óskað hér skulum við fara annað, með hraði!“ „Fara annað að kvelja annað heiðvirt fólk með klækjum ykkar og brögðum?“ spurði prestur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=