maður fór í gegnum það litla sem mæðginin áttu. Þar á meðal fundust þurrkaðar jurtir og pyngja full af marglitum steinum sem presturinn sagði vera grunsamlegt safn sem gæti vel nýst til illvirkja, „því ekki eru þetta matarjurtir, svo mikið er víst.“ Úti á hlaði voru mæðginin yfirheyrð og beðin að útskýra eðli jurtanna og grjótsins. Sú gamla vildi ekki svara en sonurinn játaði að þetta væru lækningajurtir vegna þrálátra verkja móður hans, „jurtir sem hún gerir úr seyði, fyrir sjálfa sig og enga aðra.“ „Og steinarnir?“ Jú, þeir voru af ólíkum toga, einnig nýttir til lækninga, einkum gegn magakveisum, uppsölum og beinverkjum. 67
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=