66 „Kannski er ástæða fyrir harðindunum á Hamri,“ mælti prestur og lyfti brúnum. „Hafið þið komið hingað til að endurtaka leikinn?“ „Hvað eigið þér við?“ spurði sonurinn steini lostinn. „Stígið út,“ skipaði sýslumaður, „við munum nú gera húsleit.“ Ungi maðurinn mótmælti harðlega og móðirin hljóp inn að fela eigur sínar. „Nei! Við látum ekki ræna okkur aftur!“ kallaði hún til sonar síns. Sýslumaðurinn og félagar hans drógu hana grenjandi út úr húsinu, blótandi og ragnandi. Þegar sonurinn sá það hristi hann sig lausan úr haldi og hljóp til að hjálpa móður sinni en var sleginn niður og gripinn með hraði. „Streitist þið gegn laganna vörðum?“ urraði sýslumaður. „Það þýðir aðeins eitt,“ sagði prestur. „Það þýðir ekki neitt!“ hrópaði Guðrún. „Látið þau í friði!“ Hún vildi allt gera til að kæfa þetta bál í fæðingu. En enginn hlustaði á hana frekar en fyrri daginn. Þingið þaulræddi málin sín á milli á meðan sýsluHver hélt sýslumaðurinn að væri ástæðan fyrir því að allt fór illa á Hamri?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=