Brennd á báli

64 bakið bar vitni um harða ævi. Augun hvöss og svipurinn þungur. „Húsbóndi er ekki við,“ hreytti hún út úr sér og ætlaði að snúa aftur inn þegar hún rak augun í Kjartan og Ásu meðal hópsins. „Herra minn og frú,“ sagði hún, „sjáið! Eins og nýir.“ Hún lyfti upp sokkunum, stolt á svip, en hjónin svöruðu engu. Þá steig sýslumaður fram. „Hvað heitið þið, hvaðan komið þið og hverra manna eruð þið?“ spurði hann drembilega drembilega. Spurningin kom flatt upp á kom flatt upp á konuna en sonur hennar kynnti sig og hana og sagði þau hafa farið í vinnumennsku á milli sveita, en síðustu þrjú ár verið hjá Vilmundi bónda á Hamri í góðu yfirlæti. „Hvar er faðir þinn?“ „Drukknaði, herra minn góður, þegar ég var smástrákur.“ „Við höfum frétt af harðindum á Hamri,“ sagði sýslumaður. „Var það ástæðan fyrir brottflutningi yðar?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=