Brennd á báli

63 „En komu þau ekki til kirkju?“ spurði prestur og skimaði yfir hópinn. „Nei,“ svaraði Ása, „þau urðu eftir að sjá um ærnar.“ „Bæði tvö? Var ekki nóg að annað væri heima?“ „Þau eru mjög samrýnd.“ „Og hvað vitið þið um þau?“ „Oekkert, sosem.“ Guðrún fékk hnút í magann og skyndilega var eins og brennisteinsfnykurinn fyllti aftur á henni nasirnar. Hún lokaði augunum og heyrði fyrir sér snarkið í eldinum. Sá fyrir sér tvo logandi skugga, hrópandi á hjálp. Að lokinni messu kallaði sýslumaður eftir þingi sem haldið yrði að bæ Kjartans og Ásu. Hann tók með sér hóp heldri manna til að hitta fyrir mæðginin og ræða mál þeirra. Guðrún fylgdi á eftir eins og svo margir aðrir úr kirkjunni. Sonurinn stóð sveittur úti að gera við húsvegginn og var undrandi að sjá svo margt fólk mæta að bænum. Hann kallaði á móður sína, sem var inni í stofu að stoppa í sokka. Hann var ungur maður, hún komin yfir miðjan aldur og hokið Af hverju fékk Guðrún hnút í magann? Hvað sá hún fyrir sér að myndi gerast?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=