kirkju, þótt það væri skylda að mæta í messu. Hann setti sig alfarið upp á móti prestinum, kallaði hann hræsnara hræsnara og sagði meira vit í dýrunum en mannfólkinu. Guðrún sat því ein í kirkjunni með foreldrum sínum þegar galdrafárið hófst á nýjan leik. Herra Pétur mætti einsamall og færði sig að máli við prestinn. Maddama Halldóra var aftur orðin veik og jafnvel enn meira kvalin en áður. „Nýr andi hefur gert vart við sig,“ sagði prestur mæddur. „Enn leynast galdrar á meðal oss.“ Safnaðarmeðlimir litu hver á annan, allir fullir grunsemda eins og næsti maður myndi skyndilega fella niður grímu og sýna sitt rétta og djöfullega andlit. „En hver gæti það verið?“ spurði herra Pétur, harmþrunginn. „Hverjum gæti verið svo illa við hana Dóru mína?“ Þá minntist einhver á nýtt vinnufólk sem hafði nýlega flutt í dalinn, mæðgin sunnan úr Hamri sem höfðu verið ráðin til vinnu um vorið hjá bóndahjónunum Kjartani og Ásu. „Fátæklingar sem við vorkenndum og tókum að okkur,“ útskýrði Kjartan. 62 Af hverju vildi afinn ekki fara í kirkju?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=