61 eina lokatilraun til að ræða við barnsföður sinn, vinnumanninn unga í næsta dal. Á meðan tók Guðrún sjálf á móti tveimur lömbum og þegar hún horfði framan í nýfædd og yndisleg andlit litlu dýranna komst ekkert að í huganum annað en umhyggja og gleði. Hún óskaði þess að þessi litlu lömb fengju að lifa lengur en hin, að þeim yrði ekki slátrað um haustið. Þóra sneri heim síðla kvölds og var ekki fyrr stigin inn í baðstofu en hún brast í grát frammi fyrir foreldrum sínum og játaði allt. Hún sagðist vera ólétt, að faðirinn neitaði að gangast við barninu og að það hefði verið orsökin fyrir veikindunum og ógleðinni á ferðinni til og frá bæ Þorbjarnar. Rætt var og rifist fram á nótt. Guðrún hlustaði á allt sem fram fór og gat ómögulega skilið hvers vegna þetta var svona mikið mál. Ekkert var ákveðið annað en að Þóra myndi ekki láta sjá sig á almannafæri á næstunni svo að ekki kæmist upp um hana. Mamma átti að halda sig mest heima við líka og vera Þóru innan handar. Þóra fór ekki einu sinni til kirkju á meðan á meðgöngunni stóð og gerði sér upp veikindi til að vera heima. Hróbjartur afi mætti heldur ekki til
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=