Í Evrópu voru konur ofsóttar sem nornir en á Íslandi voru það aðallega karlar. Hvers vegna ætli það hafi verið? Hvaða karlar urðu fyrir barðinu á ofsóknum og fordómum í sögunni? Persóna Stefáns Sveinssonar er byggð á tveimur mönnum sem brenndir voru sama ár og Þórður: Agli Bjarnasyni og Grími Jónssyni. Persóna Stefáns stendur fyrir þá mörgu karla sem voru ofsóttir og drepnir fyrir það eitt að vera öðruvísi eða skera sig úr hópnum. Einbúar, furðufuglar, auðveld fórnarlömb. Stefán er ómagi, fátækur vinnumaður sem er upp á aðra kominn, treystir því að fólkið sjái um hann. Hann er mögulega með einhvers konar röskun sem gerir það að verkum að hann hugsar og lætur öðruvísi en aðrir og það elur á fordómum gagnvart honum, gerir þeim auðveldara fyrir að ofsækja hann og stjórna honum. Nú veistu ýmislegt um það hvers konar menn urðu fyrir barðinu á ofsóknum. Þú veist líka ýmislegt um tylftareið og hverjir máttu greiða atkvæði. Hvaða ályktanir getur þú dregið um samfélagið á þessum tíma, hverjir réðu öllu og hvaða fólk réð engu? VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 6. KAFLA 59
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=