Brennd á báli

56 „Hann mun kafna á reyknum áður en eldurinn nær honum,“ sagði sýslumaður til að róa fólkið, „þetta er miskunn miðað við margt.“ Þóru varð óglatt og lét sig hverfa inn í hús með hraði. Hróbjartur hélt utan um Guðrúnu og saman biðu þau þess að heyra öskrunum linna. En það gerðist ekki. Eldurinn breiddist um allan kofann og enn öskraði Stefán. „Þetta er ódæðisverk ódæðisverk!“ hrópaði Hróbjartur. „Þetta er morð!“ Hann sleppti takinu á Guðrúnu og hljóp í átt að eldinum til að losa slagbrandinn frá hurðinni. Sýslumaður þaut á eftir ásamt fleiri mönnum og neyddu þeir Hróbjart til baka. „Þú ert sturlaður!“ hrópaði afi í bræði sinni og hrinti sýslumanni frá sér. Guðrún reyndi sjálf að koma honum til hjálpar en pabbi hennar hélt aftur af henni á meðan Hrobbi afi var sleginn til jarðar og haldið þar föstum. Skyndilega brotnaði spýta úr húsveggnum og myrk vera skaust í gegnum eldinn eins og skuggi á sólbjörtum degi. Það rauk úr líkamanum sem hljóp trylltur út á túnin. Klæðin brunnin utan af Hvað finnst þér um verknað sýslumanns? Var hann að vinna rétt að því að sakfella Stefán?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=