Brennd á báli

55 Stefán yppti öxlum, hrópaði „já“ og hló enn hærra. „Varst þú valdur að fjárdauðanum hjá frænda mínum?“ spurði annar. „Já!“ „Sendir þú veðurgaldur til sjós í fyrra er sökkti bát föður míns?“ spurði sá þriðji. „Já!“ var svarið og nú var múgurinn orðinn svo æstur að jafnvel sýslumaður réð ekki við neitt. Stefán var gripinn og dreginn upp að kofa sínum. Allan tímann hélt hann að nú fengi hann að fara aftur heim til sín. Guðrún og Þóra reyndu að tala um fyrir grönnum sínum en enginn hlustaði. Ekki einu sinni foreldrar þeirra. Hróbjartur reifst hástöfum við sýslumann og hellti sér yfir herra Pétur en það hafði engin áhrif. Stefán gekk með bros á vör inn í kofahreysið sitt. Það var búið að losa hlekkina og hann veifaði öllum bless. Svo var lokað fyrir dyrnar með slagbrandi slagbrandi og eldur borinn að bænum. Þögn sló á hópinn. Ekkert heyrðist nema snarkið í logunum og hósti og hróp frá Stefáni, sem varð hræddur og fór að slá á dyrnar af öllum kröftum. Hvaða glæpi játaði Stefán á sig? Hversu sanngjarnar voru þessar aðferðir sýslumanns?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=