Brennd á báli

„Hann veit ekkert hvað hann er að segja,“ sagði Guðrún við afa sinn. „Þeir hafa snúið á hann til að svara svona.“ Afi fylgdist orðlaus með játningunni. „Og lést þú Þorbjörn bónda fá galdrastaf til verndar dýrbítum?“ „Já,“ svaraði Stefán og kinkaði kolli. „Og hefur þú farið með galdraorð og særingar særingar sjálfur í kofa þínum?“ Stefán leit á sýslumann, sem gaf honum merki með því að kinka kolli. „Já,“ endurtók hann svo. „Mörgum sinnum!“ Hann brosti og hló þegar fólkið í kring byrjaði að fussa og sveia. „Gerðu eitthvað, afi!“ skipaði Guðrún en Hróbjartur vissi varla hvað hægt væri að segja. „Sýslumaður, þetta eru eintóm skrípalæti!“ kallaði hann en áður en sýslumaður gat svarað voru fleiri byrjaðir að hafa í frammíköllum. „Sendir þú galdur sem drap kúna mína?“ spurði einn. 54

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=