53 stórkostlegu veiki sem plagað hefur húsfreyju hans, maddömu Halldóru Guðjónsdóttur, til lengri tíma. Við óskum þess og biðjum Guð að hér með muni kvölum hennar linna og hinum ranglátu refsað. Þingi telst hér með slitið.“ Stefán virtist ekkert vera að hlusta á prestinn. Hann horfði bara forviða á fólkið í kring. „Við andmælum ákærunni!“ hrópaði Hróbjartur afi. „Látið Stefán sverja sakleysi sitt og þér munuð sjá að mörg okkar munu styðja hann!“ Nú steig sýslumaður fram með glott á vörunum. „Það er algjör óþarfi,“ sagði hann, „því hinn ákærði hefur þegar játað fyrir þingi og mun nú játa glæp sinn frammi fyrir Guði og öllum nærstöddum.“ Stefán starði þögull út í loftið. Sýslumaður hnippti í hann og sagði að hann yrði nú að játa, eins og þeir töluðu um. „Og þá verð ég laus?“ spurði hann, hálfruglaður. „Þá mun sál þín frjáls fara,“ svaraði prestur. Stefán kinkaði kolli. „Gerðir þú húsfreyju þína veika með göldrum?“ spurði sýslumaður. „Já,“ svaraði Stefán og kinkaði kolli. Hvað er sýslumaðurinn að gera? Má þetta?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=