Brennd á báli

51 sínum eigin föður. „Ég treysti því að þú munir styðja Stefán verði hann ásakaður um að vera valdur að veikindum Halldóru, ekki satt?“ Pabbi þeirra varð flóttalegur í framan og svaraði engu. „Þú veist jafnvel og ég að veikindi maddömunnar eru fyrst og fremst hennar eigin drykkju að kenna! Stefán er enginn galdramaður, hann er vitgrannur og einlægur og meira í ætt við ungan dreng í anda en fullvaxinn mann.“ Afi hækkaði róminn svo að fleiri gætu í honum heyrt. „Okkur ber skylda að vernda menn eins og Stefán! Hann er ómagi ómagi og upp á aðra kominn en hefur alltaf sýnt öðrum góðvild, sérstaklega málleysingjum og auðvitað börnunum í sveitinni, ekki satt, stúlkur?“ Guðrún og Þóra tóku heilshugar undir og rifjuðu upp góðar stundir í eltingaleik og fíflaskap með Stefáni á góðviðrisdögum. Afa virtist hafa tekist að fá enn fleiri í lið með sér. Vonandi nógu marga til að efna tylftareiðinn. Dyrnar opnuðust og herra Pétur, eiginmaður maddömu Halldóru, steig út ásamt presti og hópi manna úr sveitinni. Á eftir þeim kom Hvernig myndir þú lýsa Stefáni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=