Brennd á báli

50 Orð til skoðunar: þríeykið sitja yfir ánum vitgrannur ómagi vitorðsmaður særingar slagbrandur ódæðisverk 6. KAFLI ÖNNUR BRENNA: STEFÁN SVEINSSON Þríeykið fór um alla sveitina í von um að finna nógu marga menn sem væru tilbúnir að sýna Stefáni gamla samstöðu ef til ákæru kæmi. Þau vissu vel að sýslumaður væri búinn að velja menn úr sínum eigin röðum en þau urðu að gera sitt besta til að vega upp á móti því. Flestir voru tregir til að svara en Hróbjarti tókst að sannfæra nokkra félaga sína um að koma með sér að húsi maddömunnar og vonaðist til að safna fleirum í lið á staðnum, því nú þyrptist fólk þangað úr öllum áttum, enda augljóst að eitthvað spennandi lá í loftinu. Þar rakst Guðrún á foreldra sína innan um hóp forvitinna sem safnast höfðu saman úti á hlaði. „Hvað eruð þið að gera hér?“ spurði pabbinn dætur sínar. „Þið eigið að sitja yfir ánum! að sitja yfir ánum!“ „Þær eru hér á mínum vegum,“ sagði Hróbjartur afi og pabbi þeirra þorði ekki að andmæla Tekst þeim að safna 11 manns nægilega snemma?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=