Prestshjónin í sögunni eru byggð á heimildum og frásögnum af hjónum í Selárdal, maddömunni Helgu Halldórsdóttur og manni hennar séra Páli Björnssyni. Sagt var um Helgu að hún hefði árið 1668 eða ‘69 veikst af undarlegum sjúkdómi. Varð hún fyrir „ærið mikilli árás og ofsókn af illum anda“ og lá veik fram á sumar. Helga var langveik og margir voru sendir á bálið hennar vegna. Menn voru brenndir, ásakaðir um að magna galdur til að gera hana veika, en þrátt fyrir allar brennurnar komu veikindin alltaf upp aftur. Og þá var einhverjum nýjum kennt um. Eiginmaður Helgu var einn lærðasti prestur á landinu og hann gekk hart á eftir því að finna sökudólgana. Hvers vegna ætli þetta hafi gerst? Hvers konar veiki hefur herjað á konuna? Hún er sögð í heimildum hafa verið drykkfelld. Læknavísindin voru skammt komin á þessum tíma og ekki er erfitt að ímynda sér að veiki gæti litið út eins og galdur eða álög. Kannski eitthvað sem auðvelt væri að lækna nú á dögum! Afinn segist óttast fáfræði frekar en fjandann sjálfan. Hvað á hann við? Hvað er svona hættulegt við skort á þekkingu? Er þetta enn vandamál? Þóra óttast að fólk frétti af óléttunni því ógiftum konum eins og henni var refsað harðlega fyrir að eignast barn. Dæmt var eftir svokölluðum Stóradómi og þyngsta refsingin var dauðadómur. Á tíma Stóradóms (16.–18. öld) var 18 konum drekkt í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Finnst þér auðveldara að setja þig í spor Þóru þegar þú veist þetta? Hvernig? VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 5. KAFLA 49
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=