48 „Maddaman hefur vissulega löngum verið veik,“ svaraði afi, „og ekki veit ég hvers vegna Stefán ætti nokkuð að koma að því máli en eitt er víst að hann hefur verið lokaður inni á heimili þeirra hjóna þar sem nú er verið að þinga. Komi til ákæru mun sýslumaður veita honum tylftareið til að hreinsa mannorð sitt. Við þurfum að safna saman mönnum honum til stuðnings.“ ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Samsekur er að vera meðsekur að einhverju máli, að taka þátt í einhverju ódæði. Að plaga er að valda einhverjum óþægindum. Að hegna er það sama og að refsa. Ódaunn er óþefur eða mjög vond lykt. Húðlát er þegar einhver er flengdur eða barinn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=