3 Áður en þú byrjar að lesa söguna skaltu velta fyrir þér hugarfari fólks á 17. öld. Á þessum tíma var fólk mjög trúað, það trúði að Guð væri mjög voldugur og strangur. Það vildi hegða sér rétt því það óttaðist refsingu Guðs. Enn meira óttaðist fólk þó helsta óvin Guðs, Djöfulinn. Fólk trúði því að Djöfullinn væri stöðugt að reyna að spilla fólki og láta það gera djöfullega hluti, eins og að galdra. Margar þjóðsögur eru til frá þessum tíma sem endurspegla ótta fólks við hið illa, til dæmis við galdramenn og drauga, en það eru líka til þjóðsögur sem sýna hvað fólk hélt að gerðist ef það hagaði sér öðruvísi en Guð vildi. Það er til dæmis til þjóðsaga um kirkju sem sökk ofan í jörðina af því að fólk dansaði og skemmti sér í kirkjunni. Þegar þú lest þessa bók skaltu fylgjast með því hvernig þetta hugarfar birtist í sögunni. Taktu eftir hvernig óttinn nær tökum á fólkinu og það verður tortryggið í garð nágranna sinna. Svona hófst galdrafárið en fár merkir æsingur eða upphlaup.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=