47 heldur gera það. Ekki orð fyrr en ég finn út úr þessu.“ „Gott að þú ert þó ekki veik lengur.“ Ein ærin kom lallandi yfir til þeirra systra. Þóra strauk henni blíðlega um bakið og lagði svo kransinn ofan á höfuð hennar. Stúlkurnar hlógu en gleðin entist skammt því nú kom afi þeirra arkandi og hann virtist ekki færa góðar fréttir. „Það er sem mig grunaði,“ sagði hann. „Stefán Sveinsson hefur verið handsamaður.“ Guðrún stökk á fætur með slíkum látum að ærnar hlupu skelkaðar á brott. „En sýslumaður var búinn að leita hjá honum og fann þar ekkert um galdur eða stafi!“ „Rétt er það,“ svaraði afi, „en nú er maddaman aftur orðin veik og herra Pétur heimtar að prestur finni sökudólginn. Hann er sannfærður um að þetta sé Stefáni að kenna og að veikindin hafi byrjað um sama leyti og þau réðu hann til vinnu og veittu honum húsaskjól.“ „Maddaman er alltaf veik,“ andmælti Þóra og stóð rólega upp úr grasinu. „Ég man ekki eftir henni öðruvísi en heilsutæpri og haltrandi til og frá kirkju.“ Hvað hélt sýslumaður að Stefán hefði gert?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=