46 „Jú, það má með sanni segja.“ „En þó ekki brennd á báli,“ sagði Guðrún og fléttaði síðasta blóminu í kransinn. Hún lagði kransinn með stolti ofan á magann á systur sinni. Það sást varla á henni, í það minnsta ekki enn. „Nei, ekki brennd á báli,“ svaraði Þóra, „en það er nú ekki mikið skárra sem gert er við konur sem eignast börn í leyni og ógiftar, það skal ég segja þér.“ „Hvað er gert við þær?“ spurði Guðrún og reyndi að ímynda sér hvað væri verra en brenna. „Þeim er refsað,“ svaraði Þóra, „dæmdar til húðláts og útskúfaðar fyrir að eignast barn utan hjónabands. Sumar konur bera út börnin sín frekar en að vera dæmdar og sektaðar. Svo er konum líka drekkt ef svona gerist of oft.“ Það kom fát á Guðrúnu. „Drekkt? Er þeim bara siglt út á sjó og hent í hafið?“ „Nei, ekki úti á hafi,“ svaraði Þóra, „heldur ofan í hyl. Ég vil ekki tala um þetta. Og þú skalt ekki Hvað merkir það að bera út börn? Hvað heldur þú að hafi orðið um börnin?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=