45 „En ef ég hefði sagt satt frá upphafi, í stað þess að fela sannleikann um veikindi mín?“ Guðrún tíndi nokkrar sóleyjar til að gera krans fyrir systur sína. „En þú sagðist ekki geta það,“ sagði hún, án þess að skilja endilega hvers vegna. „Ég veit,“ dæsti Þóra, „en kannski hefði það breytt einhverju. Kannski hefðu þau þá bara orðið reið við mig og ekkert hugsað um Þorbjörn.“ „En værir þú þá ekki í vandræðum í staðinn?“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=