44 Guðrún velti samt fyrir sér hvort afi hefði hagað sér eins og hinir, hefði hann verið á staðnum. Meira að segja mamma hafði fyllst eldmóði og sagt manninn eiga þetta skilið. Hreinsunareldur, sögðu þau, eina leiðin til að bjarga sálu hans. Guðrún óttaðist að þetta myndi hafa þveröfug áhrif. Hún gat ekki beinlínis útskýrt það, ekki einu sinni fyrir sjálfri sér, öðruvísi en svo að sveitin hefði breyst eftir brennuna. Ódaunn af ösku og brennisteini lá í loftinu, þótt úti væri heiðskír og fagur dagur. „Ég heyri öskrin stöðugt fyrir mér,“ játaði Þóra fyrir litlu systur, „og get varla sofið á nóttunni. Mér finnst eins og þetta hafi allt verið mér að kenna.“ Systurnar sátu saman yfir ánum úti á túni. Nú voru margar þeirra komnar að burði og þá styttist í litlu lömbin. Guðrún var glöð að hafa stóru systur aftur hjá sér. Þóra fann ekki lengur jafnmikið fyrir ógleðinni sem var að sjálfsögðu tekið þannig að hún væri að hún væri laus undan álögum Þorbjarnar þótt þær systur vissu vel að sú var ekki raunin. „Auðvitað var þetta ekki þér að kenna,“ svaraði Guðrún, „sýslumaðurinn vildi ekkert hlusta á þig.“ Hvað heldur þú að Guðrún hafi óttast að myndi breytast í sveitinni?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=