43 5. KAFLI SEKUR EÐA SAKLAUS? Guðrún gat ekki horft framan í foreldra sína án þess að sjá fyrir sér bálið undir klettunum og hugsað um hvað öllum öðrum virtist standa á sama um að þau hefðu tekið þar mann af lífi. Hverjum var það svo sem að kenna? Ef allir voru samsekir um að drepa mann, var þá ekkert rangt við það? Hét það ekki lengur manndráp? Alls konar efasemdir plöguðu Guðrúnu en afi var sá eini sem hún þorði að tala við. Hann hafði sloppið við að fylgjast með aftökunni og hryllingnum sem henni fylgdi. Hann hneykslaðist á fréttunum þegar þær bárust honum því afi trúði ekki á galdra og sagðist óttast fáfræði frekar en fjandann sjálfan. „Fólk óttast það sem er því framandi,“ sagði hann, „og hegnir hegnir þeim sem haga sér öðruvísi. Nú hefur óttinn um galdur, þessi tíska utan úr heimi, náð hingað til okkar og ég er hræddur um að við losnum ekki við þá vofu svo glatt.“ Orð til skoðunar: samsekur plaga að hegna ódaunn húðláts
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=