Í sögunni er talað um að safna þurfi 12 manns eða að uppfylla þurfi tylftareiðinn til að staðfesta sakleysi þess sem er sakaður um glæp (ein tylft þýðir tólf). Á Vísindavefnum er þetta útskýrt á þennan hátt: „Tylftareiður fól það í sér að sýslumaður nefndi tólf menn úr sveitinni sem áttu að taka afstöðu til ákærunnar. Sjö þeirra urðu að vera sammála til þess að ná fram eiðnum og viðkomandi sjálfur yrði hinn áttundi, en að auki fékk hann að velja fjóra menn með sér til sönnunar, svonefnda fangavotta. Þetta var í samræmi við reglur í lögbókinni Jónsbók frá 1281 og menn urðu að gera það upp við samvisku sína gagnvart guði hvort þeir væru með eða á móti.“ Í þessari sögu eru reglurnar einfaldaðar til að lesendur eigi auðveldara með að átta sig á þeim. Aðeins karlar máttu greiða atkvæði. Hvað finnst þér um þetta fyrirkomulag? VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 4. KAFLA ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Hreinsunareldur er orð sem byggist á gamalli hugmynd um að sálir manna hreinsist í eldi áður en þær fari til himaríkis. Hér er átt við að ganga í gegn um mikla erfiðleika. Að engjast um merkir að kippast saman eins og að vera með krampa. Dýrbítur er refur eða hundur sem bítur kindur. Guðlast er að gera lítið úr trúar- kenningum eða guðsdýrkun. Eiður/tylftareiður er staðfesting eða yfirlýsing vitnis um framburð sinn fyrir dómi, sjá nánar hér í vangaveltum. Fjölkynngi merkir galdrar Fordæðuskapur merkir að iðka galdur. 42
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=