40 Tré sem hafði staðið af sér veður og vind, kindur og mannfólk, í heila öld. Nú myndi það falla og taka saklausan mann með sér. Þóra lagðist með höfuðið í kjöltu litlu systur og horfði upp í átt að klettunum. Guðrún furðaði sig á því hvað þeim tókst að undirbúa allt hratt og samstíga. Eins og þau hefðu skipulagt þetta fyrir fram. Eins og allir hefðu beðið eftir tækifæri til að brenna einhvern. Líða tók á daginn og sól var lágt á lofti þegar Þorbjörn var loks leiddur fram úr húsinu. Enn streymdu áhorfendur að en systurnar hættu sér ekki nær. Þær fylgdust með úr fjarska þegar bóndinn var bundinn og sýslumaður bar eld að bálkestinum. Öskrin ómuðu um alla sveitina. Þóra hélt fyrir eyrun og lokaði augum. Guðrún gat ekki litið undan. Hún fylgdist með gamla manninum engjast um í böndunum og skiptast á að ákalla miskunnsemi fólksins og bölva því öllu í sand og ösku. Eldurinn óx og óx og byrjaði að sleikja á honum tær og fætur. Þá var ekki hægt að greina orðaskil hjá manninum. Hann öskraði bara þar til úr honum var allur kraftur. Reykurinn reis upp eins og lifandi skuggi sem kæfði Þorbjörn svo að hann þagnaði
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=