38 mál sitt, harðneitaði að hafa beitt nokkurn mann galdri og sagðist hafa fengið galdrastafina í algjörri neyð til að verja fé sitt fyrir dýrbítnum. Enginn þeirra rétti upp hönd. „Afstaðan er skýr,“ tilkynnti sýslumaður, „og Þorbjörn Þórðarson er hér með dæmdur til dauða fyrir fjölkynngi fjölkynngi og fordæðuskap fordæðuskap.“ „Nei!“ hrópaði Þóra. „Hann er saklaus!“ Þorbjörn starði orðlaus á mennina og mótmælti ekki þegar hann var dreginn burt í böndunum og aftur inn fyrir dyr. Hann virtist hvorki geta hreyft legg né lið. Það átti að brenna bóndann samdægurs og mennirnir tóku strax til hendinni við að safna brenni úr smiðjunni, brjóta spýtur úr veggjum og safna spreki og öðru sem nota mætti á bálið. Fréttirnar flugu hratt um héraðið og fólk flykktist að af næstu bæjum til að fylgjast með gangi mála. Guðrún studdi Þóru burt frá bænum. Hún átti erfitt um gang og var greinilega ómótt. „Er allt í lagi?“ „Nei, ekkert er í lagi. Hvað er að gerast, Guðrún? Hafa þau öll misst vitið?“ Aðeins karlar máttu greiða atkvæði á þessum tíma. Hvað finnst þér um það? Hvað er átt við með þessum orðum?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=