37 hjá maddömunni og á endanum fengið leyfi til að reisa sér kofa úr rekavið á hennar landi. Stefán var talinn einfaldur og vitgrannur vitgrannur en annars hættulaus. Hann talaði við sjálfan sig og lék oft við börnin, enda kunnu þau öll vel við hann, þótt fullorðna fólkið liti niður á hann. Aldrei hefði Guðrúnu grunað að hann gæti stundað galdur. „Leysið mig nú úr böndunum,“ bað Þorbjörn og horfði bænaraugum á sýslumanninn, „ef þið vilduð vera svo góðir.“ „Þú ert ekki laus allra mála,“ svaraði sýslumaður, „og enn þarf að fella yfir þér dóm. Þú færð þó tækifæri til að uppfylla tylftareiðinn tylftareiðinn. Hér höfum við kallað saman fjölda manns til útnefningar. Ef ellefu þeirra eru þér sammála, og þú sjálfur hinn tólfti, skaltu ná fram eiðnum og laus ganga. Láttu nú á það reyna. Félagar! Hver ykkar er reiðubúinn að vinna eið með sakborningnum og sverja sakleysi hans í þessu máli?“ Þóra rétti undir eins upp hönd en pabbi hennar togaði hana umsvifalaust niður. Þá rétti Guðrún upp höndina henni til stuðnings en sýslumaðurinn hló og sagði að einungis karlmennirnir væru marktækir til að taka afstöðu. Þorbjörn mændi bænaraugum á mannsöfnuðinn og endurtók Hvað er að gerast? Er þetta réttlátt?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=