Brennd á báli

35 „Sé djöfullinn í tófulíki, þá hefi ég séð hann! Ég páraði þetta krot til að verjast honum. Gagnslaust helvíti enda er ég enginn galdramaður!“ „Þannig nær illskan að vefja okkur um fingur sér,“ svaraði prestur og sneri sér að hópnum. „Hann hefði átt að leita til nágranna sinna, leita til Guðs en þess í stað sótti hann í galdur og guðlast og kom sér því á vald djöfulsins.“ „Þetta krot kemur vanheilsu minni ekkert við,“ hrópaði Þóra, „enda ber hann þar enga ábyrgð!“ „Eitt illvirki útilokar ekki annað,“ svaraði sýslumaður, „en ljóst er að galdur hefur verið framinn engu að síður.“ „Maðurinn er spilltur,“ hrópaði prestur, „og það er aðeins ein leið til að hreinsa sálu hans og greiða leið hennar til himna. Eldurinn mun hreinsa.“ Óttinn skein úr augum gamla mannsins. Hann opnaði munninn en gat varla komið orðunum út úr sér. „Ég – ég – sver – ég sver af mér – allan galdur!“ „Er skinnið þá ekki þín eign?“ spurði sýslumaður alvarlega. Hver hélt Þorbjörn að tófan væri?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=