34 Hún skipaði stúlkunum að koma með þeim og þótt Þóra ætti enn erfitt um gang lét hún sig hafa það, enda skiptu örlög bóndans hana miklu máli. Þegar þau mættu að bænum var nærri öll sveitin þegar búin að safnast þar saman. Smiðjudyrnar opnuðust og Þorbjörn var leiddur út í böndum. Prestur og sýslumaður gengu á eftir og stilltu fanganum upp frammi fyrir hópnum. Guðrún tók eftir því að hann hafði verið tuskaður til. Hann var rauður í framan og haltrandi, með herptar varir og þungbrýnd augu. „Hinn ákærði hefur játað!“ tilkynnti sýslumaður og lyfti upp skinninu svo að allir mættu sjá galdrastafina sem þar voru ristir. „Viltu gjöra svo vel að segja þeim mönnum sem hingað eru mættir hvaða galdur þú hefur ritað hér á skinnið.“ Hann togaði í böndin aftan á baki bóndans svo að hann engdist um, sperrti sig og hreytti svarinu úr sér. „Það var dýrbítur dýrbítur sem herjaði á fé mitt og í örvæntingu minni leitaði ég á þessi ráð! Rúnirnar eru til að verjast dýrbítum. Hann var ódrepandi andskoti sem hríðfelldi kindurnar mínar!“ „Andskoti?“ endurtók presturinn. „Áttu við að þú hafir mætt djöflinum?“ Hvað hafði verið gert við Þorbjörn?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=