Brennd á báli

33 4. KAFLI FYRSTA BRENNA: ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON Þorbjörn bóndi var formlega ásakaður um galdur í kjölfarið og málið sent til lögmanns og lögréttumanna, sem staðfestu dóminn á alþingi á Þingvöllum. Enginn fór nærri bænum hans á meðan á þessu stóð, ekki einu sinni Þóra. Hvorki sást tangur né tetur af gamla manninum. Guðrún var næstum búin að gleyma málinu um Þorbjörn bónda og farin að trúa því að ekkert yrði af galdrabrennum í sinni sveit þegar fréttir bárust um að nú ætti að taka mál hans upp aftur og að þessu sinni að fella dóm. „Sýslumaður er mættur aftur heim til Þorbjarnar,“ útskýrði pabbi þeirra, „og verið er að yfirheyra hann ítarlega.“ Hann ætlaði sjálfur að fara og fylgjast með framgöngu mála en bannaði systrunum að koma með. Þá steig móðir þeirra fram og sagði að það myndi „gera þeim gott að sjá hreinsunareldinn, ef til þess mun koma!“ Orð til skoðunar: hreinsunareldur að engjast um dýrbítur guðlast vitgrannur eiður/tylftareiður fjölkynngi fordæðuskapur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=