Hinn raunverulegi Þórður mun einnig hafa játað að hafa séð djöfulinn í tófulíki og hafa sært hann burt með galdraorðum. Hann mun líka hafa bent á annan mann, Grím nokkurn Jónsson, og sagt hann vera mestan galdramanna í Trékyllisvík. Hvers vegna hefur hann sagt það? Til að hefna sín á öðrum eða í von um að vera sjálfum bjargað? Í þessari sögu gerir hann það í von um að bjarga eigin skinni, en það er um seinan. Þórður var brenndur í Trékyllisvík árið 1654, ásamt öðrum manni, Agli Bjarnasyni, sem var talinn „grunsamlegur“ og endaði á að játa á sig heilan helling („að hafa lagt lag sitt við djöfulinn með ristingum, blóðvökum og naglaskurði og gert sáttmála við djöfulinn svo hann þyrfti ekki annað en skipa honum fyrir það sem hann vildi láta hann gera. Með slíkri fjölkynngi og fordæðuskap kvaðst hann hafa drepið sauði fyrir bændum í Hlíðarhúsum og á Kjörvogi“, stendur á Galdrasýningarvefnum). Hvers vegna játuðu menn svona lagað, nema þeir hafi verið neyddir til þess? Þegar Þóra segir Guðrúnu að hún sé ólétt spyr Guðrún strax hvort þau ætli að giftast eða séu búin að giftast. Á þessum tíma var bannað að eignast barn án þess að vera gift og fólk sem gerði það átti von á harðri refsingu. VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 3. KAFLA 32
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=