Brennd á báli

29 „Það var ekki þetta sem ég vildi segja þér frá, það er enginn galdur hér að verki.“ „Nú, hvað þá?“ „Ef ég segi þér verðurðu að lofa að segja engum öðrum og alls ekki foreldrum okkar.“ Guðrún brann í skinninu að heyra leyndarmálið. Ef það var ekki galdur sem lá að baki veikindunum, hvað var það þá? „Ég er þunguð,“ hvíslaði Þóra skömmustulega, „og hef verið veik sökum þess. Get varla setið hest eða farið á milli húsa án þess að verða bumbult. Þorbjörn hefur leyft mér að hvílast og bruggað gott seyði sem hjálpar til við ógleðina. Og ég er líka öll að koma til. En þú mátt alls ekki segja!“ Guðrún starði furðu lostin á systur sína. „Þunguð?“ Hún leit í átt að smiðjunni. „En hann er svo gamall?“ Þóra sló til hennar, hneyksluð og hálfhlæjandi. „Ekki eftir Þorbjörn! Nei, faðirinn er ungur vinnumaður á Stað.“ „Og ætlið þið þá að giftast?“ spurði Guðrún og hnyklaði brýnnar. „Eða eruð þið búin að giftast?“ Þóra hristi höfuðið niðurlút. Hvaða leyndarmáli mátti Guðrún ekki segja frá? Og af hverju?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=