Brennd á báli

27 „Þóra mín, segðu þeim að þú sért ekki fangi minn, þótt þú hafir verið dálítið veik upp á síðkastið.“ „Ég hef verið veik,“ svaraði hún og bar höfuðið hátt, „satt er það, en ekki er við húsbónda minn að sakast.“ „Sé stúlkan í álögum er ekkert mark á hennar orðum,“ sagði sýslumaður og gerði lítið úr svörum Þóru. „Nú gerum við húsleit!“ Hann benti presti að fara inn í húsið á meðan hann leiddi Þorbjörn sjálfur inn í smiðju og lokaði hann þar inni til yfirheyrslu. Aðrir biðu fyrir utan en auðvitað reyndu menn að liggja á hleri og kíkja inn um glugga. Foreldrar þeirra gátu ekki stillt sig um að læðast nær í von um að heyra hvað þeim fór á milli. Á meðan fengu systurnar tækifæri til að tala saman í einrúmi. „Ég hélt að þú yrðir glöð að sjá okkur,“ sagði Guðrún og furðaði sig á því hvað Þóra var áhyggjufull. Kannski var það hluti af áhrifum galdranna. „Þú sagðist ætla að segja mér frá veikindunum í einrúmi, en pabbi fann út úr þessu sjálfur!“ Þóra andvarpaði. Hvað er að gerast hér? Hvers vegna er þeim ekki trúað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=