26 Gamli maðurinn kom furðu lostinn furðu lostinn út úr hreysinu sínu. „Séra Helgi? Sýslumaður? Hvað ferðalag er á ykkur heiðursmönnum? Ég á nú lítið til í kotinu til að bjóða ykkur, grunar mig.“ „Við komum ekki hingað sem gestir,“ svaraði prestur alvarlegur, „heldur til að skera úr um hvort þú, Þorbjörn, hafir stundað galdur í þínu húsi.“ „Galdur?“ endurtók hann forviða. „Nei, ég er enginn kuklari kuklari. Bænir mínar til almættisins hafa ávallt dugað mér og aldrei hef ég sóst eftir valdi yfir öðrum en sjálfum mér.“ „Þú hefur verið ásakaður um að halda stúlkunni Þóru fanginni,“ útskýrði sýslumaðurinn, „með því að hleypa vondum anda ofan í hana og valda veiki og ógleði er hún reyndi að komast í burt.“ Þorbjörn skildi hvorki upp né niður í neinu. Hann kallaði á Þóru, sem kom út úr húsinu og krossbrá að sjá fjölskylduna sína samankomna á hlaðinu fyrir aftan sýslumanninn, prestinn og hóp manna sem hún kannaðist lítillega við.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=