24 3. KAFLI LEYNDARMÁL Presturinn var mættur heim á bæinn þeirra með sýslumanninn í eftirdragi. Guðrún sat undir húsveggnum og fylgdist agndofa með pabba sínum ásaka Þorbjörn bónda um að halda dóttur hans fanginni á bæ sínum. Hann útskýrði að Þóra hefði tvisvar reynt að fara heim en orðið veik í bæði skiptin og batnað er hún sneri aftur til bónda. Þetta taldi hann vera álög Þorbjarnar til að halda Þóru hjá sér. Þegar hún var loks sótt heim hefði hún aftur orðið mjög sjúk og heimtað að snúa til baka, því þar liði henni betur. „Enn bólar ekkert á henni bólar ekkert á henni og ég þori varla að sækja hana af ótta við verri galdur,“ játaði pabbi og Guðrún trúði ekki eigin eyrum. Þóra hafði vissulega hagað sér undarlega og sagðist ætla að útskýra eitthvað fyrir henni síðar. Kannski vildi hún einmitt játa þetta: að hún væri í álögum. Var í alvörunni galdramaður rétt handan við fjallið þeirra? Presturinn hlustaði af athygli og ræddi svo við sýslumann í einrúmi. Því næst bað hann pabba Orð til skoðunar: agndofa að bóla á einhverju ótti furðu lostinn hreysi kuklari þunguð hnykla brýnnar Hvað er að vera í álögum?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=