Veikindi virðast oft tengjast galdramálum og árin á undan hafði undarleg plága gengið um sveitirnar á Ströndum sem virðist hafa ýtt undir ótta fólks um galdur. Fyrsta stóra málið sem hrinti galdrafárinu af stað tengist dularfullum veikindum sem fólk gat ekki útskýrt og var fljótt að álíta galdur. Á Vísindavefnum segir að veikin hafi lýst sér þannig að vondur andi eða draugur hafi farið í kverkar á fólki og það ropað mikið. Svo gekk þetta yfir og fólk jafnaði sig og fann ekki fyrir neinu eftir það. Þorbjörn hafði misst konu sína og börn og bjó einn. Lífsbaráttan var hörð á þessum tíma og algengt var að börn dæju ung, flest létust úr sjúkdómum sem nú er auðvelt að lækna eða bólusetja fyrir. Ef til vill dó kona Þorbjarnar af barnsförum (við að fæða barn) því það gat komið fyrir. Sagan um Þorbjörn bónda byggir á raunverulegu máli Þórðar Guðbrandssonar. Hann var ákærður fyrir galdur eftir að vinnukona hans varð veik um leið og hún fór úr vist hans en batnaði þegar hún sneri til baka. Þórður var talinn hafa gert hana veika með göldrum. Hin raunverulega vinnukona hét Guðrún Hróbjartsdóttir og eru persónurnar Guðrún og Hróbjartur afi hennar nefndar í höfuðið á henni. VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 2. KAFLA 23
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=