Brennd á báli

„Ég skil ekki hvers vegna þú vilt ekki hvíla þig hér,“ sagði mamma vonsvikin, „og vilt frekar fara til þessa gamla karlskratta?“ Þóra gat ekki útskýrt betur en svo að það væri betra að hvílast þar í einrúmi og lofaði að snúa aftur heim um leið og henni væri batnað. Pabbi hjálpaði henni upp á Skjóna og þau lögðu af stað yfir fjallið. Guðrún horfði lengi ráðvillt á eftir henni. Þegar pabbi þeirra sneri aftur var hann þungbrýndur á svip. Hann flýtti sér inn fyrir dyr að tala við mömmu þeirra í einrúmi. Guðrún reyndi að hlera gegnum húsvegginn en heyrði ekki nema einstaka orð. Hún þurfti svo sem ekki að heyra nema eitt þeirra. Galdur. 22 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Sauðburður er tíminn á vorin þegar kindur eignast lömb. Að líta einhvern hornauga merkir að líka illa við einhvern. Einmánuður er gamalt mánaðarheiti, byrjar 20.–27. mars. Að taka sér bólfestu merkir að koma sér fyrir eða setjast að. Spýja – spjó (þt) er annað orð yfir gubb og að æla (ældi). Rekkja er annað orð yfir rúm. Að koma í tæka tíð þýðir að koma nógu snemma. Hvað var það sem pabbi hennar hélt að væri að draga Þóru aftur heim til gamla mannsins?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=