Brennd á báli

21 Enn var ælufnykur í baðstofunni þegar þau fóru að hátta þótt Guðrún hefði hamast við að skrúbba fram eftir kvöldi. Guðrún svaf á gólfinu við rúmstokkinn hjá stóru systur og hvíslaði til hennar í myrkrinu. „Hvað er eiginlega að? Hvers vegna viltu fara frá okkur?“ „Ég get ekki útskýrt það núna,“ svaraði Þóra, „en við getum talað um það seinna.“ Morguninn eftir stóð hún föst á sínu og heimtaði að fara aftur til Þorbjarnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=