20 Guðrún var ekki hrædd við að snerta æluna, tók blíðlega um axlir stóru systur og hélt hárinu frá eftir bestu getu svo að það yrði ekki allt útbíað í spýju. Hún studdi Þóru út á hlað, þar sem hún lagðist máttlaus niður í grasið. Svo þurfti Guðrún að hlýða kalli móður sinnar og sjóða vatn til að skrúbba gólfið. Afi hjálpaði henni við þrifin en foreldrarnir settust út til Þóru. „Ætli það sé ekki best að þú fáir að liggja ein í rekkju Guðrúnar,“ sagði mamma, „hún getur sofið á skinninu við eldstóna.“ „Nei,“ andmælti Þóra og bað um að vera send aftur á bæinn til Þorbjarnar. „En þú ert nýkomin til okkar! Og sauðburðurinn á næsta leiti.“ Guðrún lá við hlustir á meðan hún þurrkaði æluna upp og gerði sitt besta til að kasta ekki upp sjálf. „Bara í nokkra daga í viðbót,“ svaraði Þóra og andvarpaði, „ég kem í tæka tíð kem í tæka tíð fyrir sauðburðinn. Því lofa ég.“ „Þú hvílist hjá okkur í nótt og við sjáum til í fyrramálið,“ skipaði pabbi og þar með var málið útrætt. Hvað heldur þú að hafi verið að hrjá Þóru?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=