19 „Er ekki allt í lagi?“ „Jú, jú, ég er bara þreytt eftir ferðalagið.“ Inni í baðstofu sátu mamma og afi og þar urðu fagnaðarfundir. Spurð um ástæður þess að hún hefði ekki komið fyrr sagðist Þóra hafa lagt tvisvar af stað og í bæði skiptin fengið yfir sig svima. Því hefði hún snúið við og jafnað sig heima hjá Þorbirni. „Líður þér betur núna?“ spurði mamma. „Hún bar sig vel til að byrja með,“ svaraði pabbi, „en varð nú frekar vesældarleg eftir því sem á leið.“ Þóra kinkaði kolli. „En nú hef ég það gott, að vera komin heim.“ Þóra var ekki fyrr búin að sleppa síðasta orðinu en hún fór skyndilega að titra á bekknum. Hún greip um magann á sér og stífnaði upp af kröftugum krampa. Það var eins og illur andi hefði tekið sér bólfestu í henni og þyrfti nú að brjóta sér leið út. Guðrún ætlaði að stökkva til og hjálpa systur sinni en var ekki nógu snögg að bregðast við þegar Þóra féll fram fyrir sig og kastaði upp yfir allt stofugólfið. Hún tæmdi magann og kúgaðist lengi rétt við fætur föður síns sem var svo hryllt við að hann gat sig ekki hreyft.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=