Brennd á báli

17 2. KAFLI LÍTILL NEISTI Guðrún hafði áhyggjur af Þóru systur. Fjölskylda Guðrúnar hafði samið við Þorbjörn bónda um að Þóra kæmi til þeirra fyrr en vanalega til að hjálpa til við sauðburðinn sauðburðinn. Hún átti að vera löngu komin. Kannski var hún að hjálpa gamla bóndanum þótt hann ætti víst næstum engar kindur eftir á bænum. Hann bjó líka einn, karlinn, hafði misst bæði konu og börn fyrir löngu. Það var áður en Guðrún fæddist og henni fannst skrítið að ímynda sér að einhver gæti búið svona lengi einn. Margir í dalnum þeirra litu Þorbjörn gamla hornauga hornauga en Þóra systir talaði alltaf vel um hann. Nema hvað, nú bólaði ekkert á henni og langt liðið á einmánuð. Pabba þeirra var orðið svo órótt að hann fór sjálfur á Skjóna gamla að sækja hana. Þegar þau komu heim um kvöldið beið Guðrún spennt úti á hlaði og skellti sér í faðm stóru systur þótt hún væri varla stigin af baki. Þóra tók blíðlega um hana en var þreytuleg að sjá. Orð til skoðunar: sauðburður að líta einhvern hornauga einmánuður tekið sér bólfestu spýja – spjó rekkja að koma í tæka tíð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=