Fyrsta sannanlega brennan hér á landi var þegar Jón Rögnvaldsson var brenndur árið 1625 í Svarfaðardal í Eyjafirði. Hér er það Sigurbjörn Jónsson sem er brenndur í ónefndum firði sama ár og sagan okkar gerist. Persónur eru skáldaðar en byggja allar á raunverulegum málum. Á Vísindavefnum er að finna fróðlegar upplýsingar um upphaf galdramála sem gæti verið áhugavert að skoða. Á Galdrasafninu á Hólmavík er hægt að skoða alls konar áhugaverða muni, til dæmis galdrarúnir og galdrabækur. Þar er líka mikill fróðleikur um sögu galdra á Íslandi og fórnarlömb brennualdar. Þú getur heimsótt safnið á netinu. Í þessum kafla koma fyrir mörg orð yfir djöfulinn og enn fleiri bætast við aftar í bókinni, til dæmis satan, andskotinn, kölski, myrkrahöfðinginn og freistarinn. Sum orðin eru úr Biblíunni en hin orðin bjó fólk til svo að það óttaðist að nota nafn hins illa. Þannig þýðir andskotinn óvinurinn, myrkrahöfðinginn er sá sem stýrir ríki myrkursins (Helvíti) og freistarinn þýðir sá sem reynir að freista eða spilla fólki. Þessi orð festust svo í tungumálinu sem blótsyrði, það er orð sem fólk reyndi að varast að nota. VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 1. KAFLA 16
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=